Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2022 13:03 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ætlar að fá sér franskar með steikinni í kvöld í tilefni þessa smávægilega sigurs í baráttunni við undarlega háa tolla á frönskum kartöflum. vísir/egill Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði. Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur. Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur.
Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira