Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Árni Sæberg skrifar 17. desember 2022 18:19 Annar mannanna kveðst hafa trúað því að hinn myndi láta verða af voðaverkum. Vísir Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00