Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 18. desember 2022 08:02 Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Reykjavík Borgarstjórn Málefni heimilislausra Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun