England féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar gegn Frakklandi í átta liða úrslitum. Frakkland vann 2-1 sigur á Englandi þar sem Tchouaméni og Giroud gerðu mörk Frakka á meðan Harry Kane skoraði úr einni af tveimur vítaspyrnum. Frakkland leikur til úrslita um heimsmeistaratitilinn í dag gegn Argentínu.
Gareth Southgate tók við enska landsliðinu eftir að Roy Hodgson var látinn fara. Southgate hefur þjálfað England á þremur stórmótum. England féll úr leik í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í ár sem er versti árangur Southgate með enska liðið á stórmóti. Árangur Englands undir stjórn Gareth Southgate hefur verið að halla undan fæti þar sem England lenti í síðasta sæti í A-deild Þióðardeildarinnar og verður í B-deild á næsta ári.
Eftir að England féll úr leik gegn Frakklandi var Southgate óákveðinn hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Englands á EM 2024 í Þýskalandi. Um helgina spurðist út að hann myndi taka slaginn og núna hefur enska knattspyrnusambandið, FA, staðfest að Gareth Southgate muni halda áfram þar til samningur hans rennur út.
The FA have officially confirmed Gareth Southgate is STAYING as England manager for the 2024 Euros! 🏴🚨 pic.twitter.com/LgHV1CVXg2
— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 18, 2022