Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2022 13:01 Snjóruðningsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag og í gær. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með vinnubrögð þeirra. vísir/vilhelm Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum. Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum.
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira