Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 10:15 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar. Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður, sakaði borgaryfirvöld um „versta ofbeldi sem fyrirfinnst“ þegar til hafi staðið að vísa fólki úr neyðarskýli á Granda á laugardagsmorgun. Slík skýli eru alla jafna lokuð frá klukkan 10 til 17 á daginn en borgin ákvað að hafa þau opin allan sólarhringinn á föstudag vegna kuldans og veðursins. Samskiptastjóri borgarinnar sagði Vísi á laugardag að skýlin yrði opin allan sólarhringinn þá og í gær. Spurður út í gagnrýnina í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, að neyðaráætlun hafi verið virkjuð vegna kuldans og veðursins til þess að heimilislausir þyrftu ekki að vera úti allan daginn. „Það átti að vera öllum ljóst að þau yrði opin á meðan veðrið er svona vont, á meðan það er svona kalt. Eins og þessi snjóbylur var þá kom aldrei til greina annað en að hafa þetta neyðarskýli opið og þau öll,“ sagði Einar sem viðurkenndi að mögulega hafi verið einhvers konar óreiða varðandi upplýsingagjöf á einhverjum tímapunkti. Allavega þeir sem sækja þessa þjónustu virtust ekki vita af þessu. „Ég er ekkert viss um að það hafi verið alveg þannig,“ sagði Einar. Geti ákveðið að koma sér í sviðsljósið Sagðist Einar ekki ætla að saka neinn um lygar en benti á að heimilislausir karlar hefðu háð harða baráttu fyrir því að neyðarskýlin séu opin allan sólarhringinn. „Svo er það bara þannig að menn geta misskilið og menn geta ákveðið að koma sér í sviðsljósið til að vekja athygli á sínum málstað. Það er bara mjög leitt ef upplýsingarnar hafa ekki komist skýrt til skýra. En það var alveg skýrt að við ætluðum að tryggja það að þeir þyrftu ekki að vera úti í þessu vonda veðri og þannig verður það þangað til þessu kuldakasti er lokið,“ sagði Einar.
Málefni heimilislausra Reykjavík Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira