„Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 13:31 Ólafur Ólafsson er Grindavíkurliðinu gríðarlega mikilvægur. Vísir/Ingibergur Þór Jónasson Ólafur Ólafsson átti stórleik með Grindvíkingum í sigurleik á útivelli á móti Haukum í tíundu umferð Subway deildar karla. Ólafur skoraði 32 stig og setti niður átta þriggja stiga körfur. Hann var eini stigi frá sínu persónulega stigameti og sett nýtt persónulegt met í þristum. Ólafur er aðeins níundi Grindvíkingurinn til að ná átta þrista leik og annar í fjölskyldunni. Þorleifur Ólafsson, eldri bróðir hans, hafði líka náð þessu en flesta átta þrista leiki fyrir Grindavík á Páll Axel Vilbergsson eða tólf. Frammistaða Ólafs var tekin fyrir í Subway Körfuboltakvöldi. „Óli Óla átti þetta kvöld. Það er bara eitt eintak af honum Sævar. Með þessa þriggja stiga skothæfileika og enn þá með svona 75 prósent af sprengjunni sem hann var með þegar hann var alveg upp á sitt besta. Með þyngd og getur því dekkað stærri menn, með jafnvægi og ógeðslega sterkur. Leggur sig fram á báðum endum vallarins. Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er einstakur leikmaður með þessa geðveiki og þetta Grindavíkurhjarta. Hann nær að hrífa menn með sér. Ég held að ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að ég sé búinn að spá Grindavíkurliðinu tapi í níu af tíu leikjum í okkar spá,“ sagði Sævar Sævarsson. „Mér finnst bara ótrúlegt að þessi mannskapur sé að ná þessum árangri. Það segir ýmislegt um þjálfarana og hvað þeir ná út úr þessu liði. Þeir eru gjörsamlega að þurrausa alla hæfileikana úr þessu liði og skilja þá eftir inn á gólfi,“ sagði Sævar. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Ólaf og Grindavíkurliðið. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Frammistaða Ólafs Ólafssonar Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Ólafur skoraði 32 stig og setti niður átta þriggja stiga körfur. Hann var eini stigi frá sínu persónulega stigameti og sett nýtt persónulegt met í þristum. Ólafur er aðeins níundi Grindvíkingurinn til að ná átta þrista leik og annar í fjölskyldunni. Þorleifur Ólafsson, eldri bróðir hans, hafði líka náð þessu en flesta átta þrista leiki fyrir Grindavík á Páll Axel Vilbergsson eða tólf. Frammistaða Ólafs var tekin fyrir í Subway Körfuboltakvöldi. „Óli Óla átti þetta kvöld. Það er bara eitt eintak af honum Sævar. Með þessa þriggja stiga skothæfileika og enn þá með svona 75 prósent af sprengjunni sem hann var með þegar hann var alveg upp á sitt besta. Með þyngd og getur því dekkað stærri menn, með jafnvægi og ógeðslega sterkur. Leggur sig fram á báðum endum vallarins. Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er einstakur leikmaður með þessa geðveiki og þetta Grindavíkurhjarta. Hann nær að hrífa menn með sér. Ég held að ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að ég sé búinn að spá Grindavíkurliðinu tapi í níu af tíu leikjum í okkar spá,“ sagði Sævar Sævarsson. „Mér finnst bara ótrúlegt að þessi mannskapur sé að ná þessum árangri. Það segir ýmislegt um þjálfarana og hvað þeir ná út úr þessu liði. Þeir eru gjörsamlega að þurrausa alla hæfileikana úr þessu liði og skilja þá eftir inn á gólfi,“ sagði Sævar. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Ólaf og Grindavíkurliðið. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Frammistaða Ólafs Ólafssonar
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira