Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 15:58 Ætla má að mínúturnar líði hægt hjá þessum ferðalöngum. Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. Aflýst er orð dagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem líklega á annað þúsund manns hafast nú við og bíða upplýsinga. Veðrið hefur sett strik í reikninginn. Fjöldi fólks var kominn út á flugvöll þegar flugferðum var aflýst. Reykjanesbrautin er lokuð. Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður vaknaði klukkan hálf sex í morgun og skoðaði vef Isavia. Flug var á áætlun. Hún kom sér niður á Umferðarmiðstöð BSÍ og tók rútuna klukkan hálf sjö. Sú lagði af stað um hálftíma síðar. „Við vorum svona klukkutíma að álverinu í Straumsvík. Svo biðum við og biðum eftir því að fá að fara á eftir plógi,“ segir Hallfríður. Ferðin sóttist hægt en Hallfríði blöskraði þegar hún sá ýmsa taka fram úr plógnum. Brunuðu fram úr en beint í skafl „Það fóru nokkrir gæjar fram úr plógnum, brunuðu bara fram úr,“ segir Hallfríður. Þeir hafi hins vegar lent í skafli og tafið fyrir öllum. „Þeir sátu þarna pikkfastir svo við urðum aðeins stopp þar. Það þarf dráttarbíla til að færa þá úr skaflinum.“ Þegar komið var út á Keflavíkurflugvöll mat Hallfríður bestan kostinn að fólk héldi kyrru fyrir í rútunni. Ekki hafi allir í rútunni verið sannfærðir um þá ákvörðun en nú þakki fólk fyrir. „Það er ískalt inni í flugstöðvarbyggingunni. Við erum heppin að vera úti í rútu.“ Fólk ýmist liggur eða situr á töskum sínum í köldum flugstöðvar salnum.Hallfríður Ólafsdóttir Alls konar fólk er í rútunni. Íslendingar og útlendingar. Allt niður í eins árs börn og upp í eldri borgara sem séu slappir til heilsunar. „Við fáum engar fréttir einu né neinu. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega? Ég hélt að Ísland væri þróaðra en þetta,“ segir Hallfríður. Hún er ekki alveg viss hvern drag eigi til ábyrgðar en nefnir Isavia, sem stýrir Keflavíkurflugvelli, og Icelandair sem dæmi. Hvorki lögregla né björgunarsveitir hafi heldur rætt við fólkið í rútunni. „Við fáum engar upplýsingar og hvorki vott né þurrt. Þetta er í einu orði sagt ömurlegt.“ Þessar tvær hafa nægan tíma til að fara yfir málin.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður starfar hjá Kynnisferðum og ákvað að setjast í leiðsögumannasætið í rútunni og hjálpa til. Fólk spyrji hana spurninga sem hún geti ekki svarað. Þau sitja bara sem fastast í rútunni. „Ég var á leiðini í sól en settist bara í gædasætið svo það væri hægt að fylla rútuna. Svo reyni ég að halda uppi einhverjum móral.“ Í símtali blaðamanns við Hallfríði mátti heyra í börnum sem eru eðli máls samkvæmt orðin óþolinmóð. Hallfríður segir börnin ótrúlega þolinmóð miðað við aðstæður. Þetta fólk fann sér krók við salernin í kjallaranum.Hallfríður Ólafsdóttir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, tjáði Vísi fyrir stundu að langflestir á Keflavíkurflugvelli hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið væri sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Ætla má að margir séu svangir á flugvellinum.Hallfríður Ólafsdóttir Óvissa er með framhaldið á Keflavíkurflugvelli.Hallfríður Ólafsdóttir Margir hafa reynt að festa svefn en óvíst hve mörgum hefur tekist það ætlunarverk sitt.Hallfríður Ólafsdóttir Þessir ferðalangar fundu sér í það minnsta eitthvað að borða.Hallfríður Ólafsdóttir Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Kanaríeyjar Ferðalög Tengdar fréttir Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Aflýst er orð dagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem líklega á annað þúsund manns hafast nú við og bíða upplýsinga. Veðrið hefur sett strik í reikninginn. Fjöldi fólks var kominn út á flugvöll þegar flugferðum var aflýst. Reykjanesbrautin er lokuð. Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður vaknaði klukkan hálf sex í morgun og skoðaði vef Isavia. Flug var á áætlun. Hún kom sér niður á Umferðarmiðstöð BSÍ og tók rútuna klukkan hálf sjö. Sú lagði af stað um hálftíma síðar. „Við vorum svona klukkutíma að álverinu í Straumsvík. Svo biðum við og biðum eftir því að fá að fara á eftir plógi,“ segir Hallfríður. Ferðin sóttist hægt en Hallfríði blöskraði þegar hún sá ýmsa taka fram úr plógnum. Brunuðu fram úr en beint í skafl „Það fóru nokkrir gæjar fram úr plógnum, brunuðu bara fram úr,“ segir Hallfríður. Þeir hafi hins vegar lent í skafli og tafið fyrir öllum. „Þeir sátu þarna pikkfastir svo við urðum aðeins stopp þar. Það þarf dráttarbíla til að færa þá úr skaflinum.“ Þegar komið var út á Keflavíkurflugvöll mat Hallfríður bestan kostinn að fólk héldi kyrru fyrir í rútunni. Ekki hafi allir í rútunni verið sannfærðir um þá ákvörðun en nú þakki fólk fyrir. „Það er ískalt inni í flugstöðvarbyggingunni. Við erum heppin að vera úti í rútu.“ Fólk ýmist liggur eða situr á töskum sínum í köldum flugstöðvar salnum.Hallfríður Ólafsdóttir Alls konar fólk er í rútunni. Íslendingar og útlendingar. Allt niður í eins árs börn og upp í eldri borgara sem séu slappir til heilsunar. „Við fáum engar fréttir einu né neinu. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega? Ég hélt að Ísland væri þróaðra en þetta,“ segir Hallfríður. Hún er ekki alveg viss hvern drag eigi til ábyrgðar en nefnir Isavia, sem stýrir Keflavíkurflugvelli, og Icelandair sem dæmi. Hvorki lögregla né björgunarsveitir hafi heldur rætt við fólkið í rútunni. „Við fáum engar upplýsingar og hvorki vott né þurrt. Þetta er í einu orði sagt ömurlegt.“ Þessar tvær hafa nægan tíma til að fara yfir málin.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður starfar hjá Kynnisferðum og ákvað að setjast í leiðsögumannasætið í rútunni og hjálpa til. Fólk spyrji hana spurninga sem hún geti ekki svarað. Þau sitja bara sem fastast í rútunni. „Ég var á leiðini í sól en settist bara í gædasætið svo það væri hægt að fylla rútuna. Svo reyni ég að halda uppi einhverjum móral.“ Í símtali blaðamanns við Hallfríði mátti heyra í börnum sem eru eðli máls samkvæmt orðin óþolinmóð. Hallfríður segir börnin ótrúlega þolinmóð miðað við aðstæður. Þetta fólk fann sér krók við salernin í kjallaranum.Hallfríður Ólafsdóttir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, tjáði Vísi fyrir stundu að langflestir á Keflavíkurflugvelli hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið væri sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Ætla má að margir séu svangir á flugvellinum.Hallfríður Ólafsdóttir Óvissa er með framhaldið á Keflavíkurflugvelli.Hallfríður Ólafsdóttir Margir hafa reynt að festa svefn en óvíst hve mörgum hefur tekist það ætlunarverk sitt.Hallfríður Ólafsdóttir Þessir ferðalangar fundu sér í það minnsta eitthvað að borða.Hallfríður Ólafsdóttir
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Kanaríeyjar Ferðalög Tengdar fréttir Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58
Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16