Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2022 10:20 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Steingrímur Dúi Másson Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45