„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 20:58 Unnið er að því að moka húsagötur en búist er við að því verði lokið annað kvöld. Vísir/Sigurjón Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53