„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2022 06:01 Bjarki Már Elísson er að gera gott mót í Ungverjalandi. Veszprem Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni. Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni.
Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira