Karólína Lea sneri aftur | Guðrún fékk á sig sex mörk í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 22:15 Karólína Lea sneri til baka eftir erfið meiðsli í kvöld. Daniel Kopatsch/Getty Images Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård þegar liðið tapaði 6-0 fyrir stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Athygli vakti að enginn Íslendingur var í byrjunarliði Bayern München í 2-0 sigri á Benfica en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira