Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2022 15:17 Friðarsúlan og Viðey í bakgrunni. Vísir/Egill Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands. „Ég vildi að ég gæti fundið orð sem sefa að fullu söknuð og sorg. Ég vildi að ég gæti fundið orð sem veita öllum birtu og yl. Ég vildi að ég gæti fundið leiðir til að bægja myrkrinu frá þegar það er hvað svartast í hugum fólks. Og ég vildi að allt fólk viti að það er alltaf von. Það er alltaf von,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ávarpi sínu. Hjónin Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson fluttu fagra tóna áður en lagt var upp í gönguna. Við Skarfavita naut fólk samveru, kveikti á kertum og skrifuðu margir skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum. Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur þar að að ástin er eilíf. Þá kom fólk líka saman á Akureyri og fagnaði því að lengri og bjartari dagar eru fram undan. Að neðan má sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson tökumaður tók í göngunni. Fólk skrifaði skilaboð á gula miða og límdi á vitann.Vísir/Egill Kveikt var á friðarkertum.Vísir/Egill Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna.Vísir/Egill Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Reykjavík Geðheilbrigði Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið orð sem sefa að fullu söknuð og sorg. Ég vildi að ég gæti fundið orð sem veita öllum birtu og yl. Ég vildi að ég gæti fundið leiðir til að bægja myrkrinu frá þegar það er hvað svartast í hugum fólks. Og ég vildi að allt fólk viti að það er alltaf von. Það er alltaf von,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ávarpi sínu. Hjónin Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson fluttu fagra tóna áður en lagt var upp í gönguna. Við Skarfavita naut fólk samveru, kveikti á kertum og skrifuðu margir skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum. Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur þar að að ástin er eilíf. Þá kom fólk líka saman á Akureyri og fagnaði því að lengri og bjartari dagar eru fram undan. Að neðan má sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson tökumaður tók í göngunni. Fólk skrifaði skilaboð á gula miða og límdi á vitann.Vísir/Egill Kveikt var á friðarkertum.Vísir/Egill Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna.Vísir/Egill Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Reykjavík Geðheilbrigði Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira