Út spurðist snemma á árinu að framleiðslu þáttanna yrði hætt. Framleiðslufyrirtæki þáttanna sæi sér ekki fært að halda framleiðslu þeirra áfram. Ekki hefðu náðst samningar um áframhaldandi sýningu þáttanna í Bretlandi, þaðan sem meirihluti þess fjármagns sem þarf til að framleiða þáttana kemur. Það átti heldur betur eftir að breytast.
Nýja heimili þáttanna er á Amazon AVOD streymisveitunni Freevee og mun fyrsta þáttaröðin frá þeim koma út á síðari hluta næsta árs. Streymisveitan hefur einnig tryggt sér rétt á þúsundum fyrri þátta af Nágrönnum.
Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2, staðfestir við fréttastofu að þættirnir verða áfram á dagskrá Stöðvar 2. Reikna megi með því að þeir komi í sýningu á Stöð 2 seinni hluta árs 2023.