Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 15:50 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skupulagsráðs Reykjavíkurborgar, leitar skýringa á hvers vegna á þriðja tug snjóruðningstækja vantaði á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjór byrjaði að falla á aðfaranótt laugardags. Vísir/samsett Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra. Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra.
Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
„Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43
„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58