Sverrir var á sínum stað í byrjunarliði PAOK í hjarta varnarinnar og lék allan leikinn fyrir liðið. Það tók sinn tíma fyrir gestina að brjóta ísinn, en fyrsta mark leiksins leit loksins dagsins ljós á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Þeir gulltryggðu svo sigurinn þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan því 0-2 sigur PAOK.
PAOK situr nú í þriðja sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki, en Panetolikos situr í áttunda með 16 stig.