Örvfættir miðverðir eftirsóttir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 22:01 Hinn fjölhæfi David Alaba er í dag einn af bestu örvfættu miðvörðum heims að mati ESPN. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira