Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 12:42 Guðmundur Guðmundsson er á leið með íslenska landsliðið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. „Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira