Cohen lék hverja einustu mínútu í sex leikjum Englands á HM 1966 og var varafyrirliði liðsins í 4-2 sigri gegn Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum sjálfum.
Cohen lék allan sinn feril með Fulham og lék alls 459 leiki fyrir félagið á 13 ára ferli. Þá lék hann einnig 37 leiki fyrir enska landsliðið.
Eftir andlát Cohen eru nú aðeins tveir eftir á lífi af þeim ellefu sem léku úrslitaleikinn fyrir Englands hönd árið 1966; Sir Geoff Hurst og Sir Bobby Charlton.
Everyone at Fulham Football Club is deeply saddened to learn of the passing of one of our greatest ever players – and gentlemen – George Cohen MBE.
— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 23, 2022