Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 11:05 Ráðherrar úthluta jafnan fjárstyrkjum í aðdraganda jóla. Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfinu, Rótinni, sem meðal annars rekur Konukot, Sigurhæðum og Stígamótum fjárstyrk, eina milljón til hverrar stofnunar, alls um sex milljónir króna. Markmið fjárstyrksins er að styrkja starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu. Þrjú verkefni hlutu styrk úr Glókolli, sjóðs á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólafélag Suðurlands hlaut 250 þúsund króna styrk, Rata, fræðsluvettvangur fyrir börn, fékk 500 þúsund króna styrk og verkefnið Gott að heyra fékk 250 þúsund krónur í styrk. 47 milljónir úr matvælaráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra úthlutaði rúmum 47 milljónir til verkefna í þágu kvenna, eins og fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Kvennaathvarfið fékk mest, tæpar tuttugu milljónir. Þá hlutu Rótin, Menntasjóður mæðrastyrksnefndar og menningar- og minningarsjóður kvenna 7,5 milljón hvert. Samtökin Sigurhæðir, Samtök kvenna af erlendum uppruna og verkefnið Stelpur rokka fengu tvær milljónir í fjárstyrk. Heilbrigðisráðherra tilkynnti um viðbótarframlög til kaups á tækjabúnaði í bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að verja 215 milljónum af fjárlögum næsta árs í verkefnið en úthlutunin kemur til viðbótar tæpum 114 milljónum sem úthlutað var til heilbrigðisstofnana fyrr á þessu ári. Þá skrifaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undir 40 milljón króna samning vegna verkefnisins Safetravel. Markmið verkefnisins er að styrkja öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Hún undirritaði einnig þjónustusamning við Staðlaráð, upp á 100 milljónir króna, sem felur í sér 43 prósentu hækkun frá árinu sem nú er að líða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira