Lífið

Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Anna Þóra Björnsdóttir og fjölskylda láta rigninguna alls ekki skemma fríið.
Anna Þóra Björnsdóttir og fjölskylda láta rigninguna alls ekki skemma fríið. Aðsend

Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna.

Anna Þóra Björnsdóttir er á Tenerife í þriðja skipti yfir hátíðirnar. Hún segir í samtali við fréttastofu að veðrið hafi skollið skyndilega á í gærkvöldi.

„Við vorum búin að sjá að það væri búið að spá rigningu en svo bregður manni svo þegar pálmatrén fara allt í einu öll að hristast. Þetta voru svolítið mikil læti en það er orðið mikið skárra núna. En það er rigning. Við verðum bara inni að horfa á góðar bíómyndir.“

Hún segir það alltaf jafn notalegt. Það sem kalli að sé þó fyrst og fremst góða veðrið, beina flugið og maturinn.

„Þetta er bara mjög fínt. En ég hugsa að ég liggi ekkert í hengirúminu í dag, það er svo blautt. Svo eru líka útsölurnar að byrja í mollunum þannig að það er mjög góð tímasetning á þessu öllu,“ segir hún og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×