Handbolti

Ís­lenska tví­eykið að venju allt í öllu í sigri Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi var frábær í dag.
Ómar Ingi var frábær í dag. vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög góðan leik í fjögurra marka sigri Magdeburg á Göppingen, lokatölur 33-29.

Einum af fjórum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú lokið. Magdeburg vann nokkuð sannfærandi sigur á Göppingen en tókst þó aldrei að hrista gestina almennilega af sér. Munurinn flakkaði á milli fimm og tveggja marka en þegar leiktíminn rann út var munurinn fjögur mörk, 33-29.

Ómar Ingi líkt og svo oft áður langbesti maður vallarins. Hann skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Enginn kom að fleiri mörkum í liði Magdeburgar en Ómar Ingi og Gísli Þorgeir.

Magdeburg er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 15 leikjum. Liðið er fjórum stigum frá toppliði Füchse Berlin en á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×