Liverpool hefur fest kaup á einum eftirsóttasta sóknarmanni heims. Cody Gakpo spilaði frábærlega á heimsmeistaramótinu í fótbolta með Hollandi þar sem hann skoraði þrjú mörk í fimm leikjum.
Yfirmaður knattspyrnumála PSV Eindhoven, Marcel Brands, vildi ekki tjá sig um verðið á Cody Gakpo en fullyrti að þetta væri metsala. Fabrizio Romano fullyrti að kaupverðið væri 37 milljónir punda og gæti farið upp í 50 milljónir punda.
🚨 OFFICIAL: Liverpool have signed Cody Gakpo from PSV Eindhoven, the deal has been signed tonight between clubs. #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 26, 2022
Gakpo will sign long-term deal later this week as contract is fully agreed too.
Liverpool will pay £37m plus add-ons, up to £50m potential package. pic.twitter.com/JFSKL6zQKH
Cody Gakpo mun ferðast til Englands á næstu dögum og fara í læknisskoðun og skrifa undir langtíma samning við Liverpool.