Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:01 Snjóruðningstæki byrjuðu að moka í nótt en búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára götur í borginni. Vísir/Villi Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum. Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum.
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira