Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 12:12 Inga Auðbjörg K. Straumland og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Inga segir Þjóðkirkjuna fá gríðarlega mikið fé til sinnar starfsemi, rúma tvo milljarða í sóknargjöld auk 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu. Hörð hagsmunabarátta Þjóðkirkjunnar á hækkun sóknargjalda hefur hins vegar eflt hag Siðmenntar sem fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári. vísir/Baldur/aðsend Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“ Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“
Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira