„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 20:01 Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir engin hverfi tekin fram yfir önnur þegar kemur að snjómokstri. Vísir/Steingrímur Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur. Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur.
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01