Handbolti

Sjö íslensk mörk í sigri Gummersbach | Arnór skoraði tvö í naumum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Daði skoraði fimm mörk í kvöld.
Hákon Daði skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Getty

Það var nóg um að vera hjá Íslendingum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alls fóru fimm leikir fram á sama tíma og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum.

Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson léku stórt hlutverk er Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan eins marks sigur gegn Hamburg, 31-30.

HElliði Snær skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði tvö, en liðið situr nú í níunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi á eftir Hamburg sem situr í sjöunda sæti.

Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer unnu nauman tveggja marka sigur er liðið heimsótti Hannover-Burgdorf, 30-32. Arnór og félagar höfðu eins marks forystu í hálfleik, en náðu mest þriggja marka forskoti í síðari hálfleik. 

Bergischer situr nú í ttólftasæti deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki, jafn mörg stig og Leipzig. Hannover-Burgdorf situr hins vegar í áttunda sæti með 19 stig, en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Þá skoraði Teitur Örn Einarsson eitt mark er Flensburg vann öruggan tíu marka sigur gegn Wetzlar, 34-24. Teitur og félagar sitja í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Fücshe Berlin sem vann sex marka sigur gegn Íslendingaliði Leipzig.

Að lokum vann HC Erlangen góðan þriggja marka sigur gegn Stuttgart, 31-28, en Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×