Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 16:46 Í grein sem birtist í Íslendingi Ísafold árið 1972 er viðtal við hjónin Einar og Beverly undir fyrirsögninni. Hér er skapað heimili. En vistheimilið að Hjalteyri, sem þau hjón ráku, reyndist vera úr öskunni í eldinn fyrir þau börn sem þar voru vistuð. skjáskot Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. Þetta segir í tilkynningu sem finna má á vef stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að frumvarpið muni gera kleift að taka á málum einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi þegar þeir voru vistaðir sem börn á heimilinu á tímabilinu 1972-1979. „Frumvarpið heimilar stjórnvöldum greiðslu sanngirnisbóta til þeirra sem urðu fyrir misgjörðum á heimilinu, í samræmi við þá stefnu sem var afmörkuð sanngirnisbótum frá upphafi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hörmulegt hlutskipti barna sem vistuð voru á Hjalteyri: Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. „Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu,“ segir meðal annars í fréttaröð Berghildar Erlu Bernharðsdóttur sem birtist fyrir um ári. Greiðsla sanngirnisbóta talin réttlætanleg Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu nú segir að vistheimið hefði með réttu hafa átt að hljóta rannsókn vistheimilanefndar á sínum tíma. „Skýrsla starfshóps á vegum dómsmálaráðuneytisins og fyrri umfjöllun vistheimilanefndar styðja við þær frásagnir sem hafa komið upp undanfarið, þ.e. að einstaklingar sem þar voru vistaðir kunni að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi. Sú staða réttlætir að gerðar séu upp misgjörðir á heimilinu með greiðslu sanngirnisbóta, og er talið rétt að það verði gert með sambærilegum hætti og gagnvart þeim sem voru vistaðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Þykja sjónarmiðin sem upphaflega lágu til grundvallar framkvæmd sanngirnisbóta og stefnan sem hefur verið afmörkuð í þessum efnum styðja enn frekar við þá niðurstöðu.“ Þá er sagt að nauðsynlegt sé að lögfesta heimildir stjórnvalda til að ljúka uppgjöri sanngirnisbóta við einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á vistheimilinu á Hjalteyri, enda séu bótakröfurnar fyrndar og greiðsla bóta því umfram lagaskyldu. Nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir Því er talið nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir til að greiða sanngirnisbætur vegna misgjörða á heimilinu þar sem gildissvið laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, takmarkast við stofnanir sem voru starfræktar á vegum hins opinbera fyrir fötluð börn. Vistheimilið á Hjalteyri falli utan við gildissvið laganna og í ljósi þess að umrædd lög falla brott 31. desember 2023, þykir heppilegra að lögfesta sérlög sem varða heimilið á Hjalteyri. „Stefnt er að því að ljúka megi samfélagslegu uppgjöri vegna vistheimilisins á Hjalteyri með aðgengilegum og einföldum hætti, sem gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem málið varðar þar sem unnt yrði að skoða og afgreiða mál þeirra nokkuð greiðlega.“ Barnaheimilið á Hjalteyri Alþingi Vistheimili Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Félagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem finna má á vef stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að frumvarpið muni gera kleift að taka á málum einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi þegar þeir voru vistaðir sem börn á heimilinu á tímabilinu 1972-1979. „Frumvarpið heimilar stjórnvöldum greiðslu sanngirnisbóta til þeirra sem urðu fyrir misgjörðum á heimilinu, í samræmi við þá stefnu sem var afmörkuð sanngirnisbótum frá upphafi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um hörmulegt hlutskipti barna sem vistuð voru á Hjalteyri: Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. „Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu,“ segir meðal annars í fréttaröð Berghildar Erlu Bernharðsdóttur sem birtist fyrir um ári. Greiðsla sanngirnisbóta talin réttlætanleg Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu nú segir að vistheimið hefði með réttu hafa átt að hljóta rannsókn vistheimilanefndar á sínum tíma. „Skýrsla starfshóps á vegum dómsmálaráðuneytisins og fyrri umfjöllun vistheimilanefndar styðja við þær frásagnir sem hafa komið upp undanfarið, þ.e. að einstaklingar sem þar voru vistaðir kunni að hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi. Sú staða réttlætir að gerðar séu upp misgjörðir á heimilinu með greiðslu sanngirnisbóta, og er talið rétt að það verði gert með sambærilegum hætti og gagnvart þeim sem voru vistaðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Þykja sjónarmiðin sem upphaflega lágu til grundvallar framkvæmd sanngirnisbóta og stefnan sem hefur verið afmörkuð í þessum efnum styðja enn frekar við þá niðurstöðu.“ Þá er sagt að nauðsynlegt sé að lögfesta heimildir stjórnvalda til að ljúka uppgjöri sanngirnisbóta við einstaklinga sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á vistheimilinu á Hjalteyri, enda séu bótakröfurnar fyrndar og greiðsla bóta því umfram lagaskyldu. Nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir Því er talið nauðsynlegt að mæla fyrir um sértækar heimildir til að greiða sanngirnisbætur vegna misgjörða á heimilinu þar sem gildissvið laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, takmarkast við stofnanir sem voru starfræktar á vegum hins opinbera fyrir fötluð börn. Vistheimilið á Hjalteyri falli utan við gildissvið laganna og í ljósi þess að umrædd lög falla brott 31. desember 2023, þykir heppilegra að lögfesta sérlög sem varða heimilið á Hjalteyri. „Stefnt er að því að ljúka megi samfélagslegu uppgjöri vegna vistheimilisins á Hjalteyri með aðgengilegum og einföldum hætti, sem gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir þá einstaklinga sem málið varðar þar sem unnt yrði að skoða og afgreiða mál þeirra nokkuð greiðlega.“
Barnaheimilið á Hjalteyri Alþingi Vistheimili Kynferðisofbeldi Hörgársveit Akureyri Félagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira