Lionel Messi var hvergi sjáanlegur þegar liðin mættu til leiks í París í kvöld. Hann er eflaust enn að fagna heimsmeistaratitlinum en Mbappé, sem þurfti að sætta sig við silfur í úrslitaleik HM fyrir aðeins 10 dögum, var í byrjunarliði heimamanna.
Það var hins vegar miðvörðurinn Marquinhos sem kom PSG yfir eftir stoðsendingu frá Neymar á 14. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en miðvörðurinn setti boltann í eigið net á 51. mínútu og allt jafnt.
Tíu mínútum síðar fékk Neymar tvö gul spjöld með stuttu millibili. Það fyrra fyrir að brjóta af sér og það seinna fyrir að reyna fiska leikmann Strasbourg af velli. Neymar fór því snemma í sturtu og PSG við það að tapa stigum.
Það var komið langt inn í uppbótartíma þegar heimaliðið fékk vítaspyrnu. Mbappé, sem skoraði úr þremur slíkum í úrslitaleik HM, fór á punktinn og tryggði PSG sigur ásamt því að næla sér í gult spjald í fagnaðarlátunum.
@KMbappe pic.twitter.com/HHY5BmBvS7
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 28, 2022
PSG sem fyrr á toppnum, nú með 44 stig á meðan Lens er með 36 í 2. sæti en á leik til góða.