Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 16:42 Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“ Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Sólarhringsopnunin gildir til og með 1.janúar. Samkvæmt Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar verður staðan næst tekin að morgni 2. janúar. Hólmfríður segir að engum hafi verið vísað frá vegna plássleysis á meðan á þessum sólarhringsopnunum hefur staðið. Öll pláss í neyðarskýlunum hafa hins vegar verið fullnýtt. „Það hefur ekki verið fjölgun á atvikum í neyðarskýlum, sem er jákvætt í ljósi þess að neyðarskýlin eru ekki þannig skipulögð að þau þoli sólarhringsdvöl gesta í langan tíma. Bæði karlaskýlin hafa verið full og nýting umfram fjölda rúma. Konukot hefur líka flesta daga nýtt öll rúm,“ segir Hólmfríður. Flókið að manna vaktir Að sögn Hólmfríðar hefur reynst býsna flókið að manna vaktir undanfarna daga, enda sé starfsfólk neyðarskýla sérhæft og umframmönnun fer því á herðar fárra. „Þetta hefur þó gengið, sem má þakka ósérhlífni starfsfólks og forstöðumanna neyðarskýlanna. Bæði þarf meiri mannskap en vanalega og almennt er flókið að finna fólk sem er tilbúið að vinna yfir jól og áramót,“ segir Hólmfríður. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Neyðarskýlin eru eitt af þeim úrræðum sem velferðarsvið rekur fyrir heimilislaust fólk. Samkvæmt Hólmfríði er áhersla lögð á að fólk dvelji ekki lengi í neyðarskýlum, heldur fái varanlegt húsnæði. „Þau eru ekki hönnuð með búsetu í huga. Reykjavíkurborg rekur bæði íbúðakjarna og sambýli fyrir heimilislaust fólk en einnig stakar íbúðir víðs vegar um borgina og smáhús.“ Ánægja með dagopnum meðal gesta Hólmfríður segir dagopnun neyðarskýlanna hafa verið vel nýtt og ljóst sé að margir gestir séu ánægðir með að hafa aðgang að skýlunum allan sólarhringinn. Þó séu vafalaust einhverjir sem kvíða því að starfsemin fari aftur í fyrra horf þegar veður skánar á ný. „Ég vil þó taka fram að veikir einstaklingar hafa alltaf aðgang að neyðarskýlinu á Lindargötu og aðrir geta komist þar í kaffi og farið á salerni“, segir Hólmfríður og minnir á að Kaffistofa Samhjálpar er opin er heimilislausu fólki og að einnig sé opið hús í Hjálpræðishernum. „Þá hafa heimilislausar konur aðgang að Skjólinu á daginn, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur í góðu samstarfi við velferðarsvið. Velferðarráð hefur falið velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa um möguleika á að veita hópnum aukna þjónustu.“
Reykjavík Veður Málefni heimilislausra Félagsmál Tengdar fréttir Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. 27. desember 2022 15:05
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06