Pelé er látinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 19:05 Pelé er látinn. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira