Engin áramótateiti hjá Tate Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 22:17 Andrew Tate dúsir í fangaklefa í Rúmeníu ásamt bróður sínum. Skjáskot Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir. Dómstóll í Búkarest féllst í dag á gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar í Rúmeníu og úrskurðaði bræðurna í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Eugen Vidineac, verjandi bræðranna, staðfesti þetta í samtali við staðarmiðla fyrir utan dómshús í dag. CNN greinir frá. „Frá okkar sjónarhóli eru engar ástæður til þess að grípa til mest íþyngjandi úrræðis laga um meðferð sakamála,“ er haft eftir honum. Bræðurnir voru handteknir í gær þegar lögregla gerði rassíu á heimili þeirra í Rúmeníu. Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru einnig handteknir. Lögreglan í Rúmeníu segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Þá hefur lögreglan gefið út að minnst einn sakborninganna fjögurra sé grunaður um að hafa nauðgað konu í tvö skipti í mars síðastliðnum og grunur sé um fórnarlömb þeirra séu minnst sex talsins. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Kynferðisofbeldi Rúmenía Samfélagsmiðlar Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Dómstóll í Búkarest féllst í dag á gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar í Rúmeníu og úrskurðaði bræðurna í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Eugen Vidineac, verjandi bræðranna, staðfesti þetta í samtali við staðarmiðla fyrir utan dómshús í dag. CNN greinir frá. „Frá okkar sjónarhóli eru engar ástæður til þess að grípa til mest íþyngjandi úrræðis laga um meðferð sakamála,“ er haft eftir honum. Bræðurnir voru handteknir í gær þegar lögregla gerði rassíu á heimili þeirra í Rúmeníu. Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru einnig handteknir. Lögreglan í Rúmeníu segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Þá hefur lögreglan gefið út að minnst einn sakborninganna fjögurra sé grunaður um að hafa nauðgað konu í tvö skipti í mars síðastliðnum og grunur sé um fórnarlömb þeirra séu minnst sex talsins. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum.
Kynferðisofbeldi Rúmenía Samfélagsmiðlar Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52
Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46