„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 18:52 Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur að flugeldasalan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm/Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, segir að endanlegar tölur um flugeldasölu dagana fyrir áramót liggi enn ekki fyrir. Veðurspáin hefur sitt að segja Otti Rafn segir að það sé þó hans tilfinning að salan nú hafi verið svipuð og fyrir ári síðan. „Við eigum eftir að taka þetta almennilega saman, en við erum nokkuð ánægð með söluna. Auðvitað var fremur vont veður í kortunum, misjafnlega vont. Við höfðum áhyggjur af því að salan yrði minni en raunin varð.“ Hann segir að flugeldasala verði einnig opin fyrir þrettándann þegar margir leggja í vana sinn að skjóta upp flugeldum. Mikið var sprengt í Reykjavík og víðar þegar nýtt ár gekk í garð.Vísir/Egill Óheppilega staðið að átaki Umhverfisstofnunar Dagana fyrir áramót réðst Umhverfisstofnun í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Otti Rafn telur að þetta átak Umhverfisstofnunar hafi haft áhrif á flugeldasöluna. „Ég hugsa það. Þetta var óheppilega að þessu staðið hjá þeim finnst mér. Við áttum samtal við Umhverfisstofnun í desember og þá var ekkert minnst á að til stæði að fara í svona átak gegn flugeldum. Flugeldar eru ekki bannaðir og það er engin stefna hjá stjórnvöldum að banna flugelda. Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur. Það er skrýtið að verið sé að hvetja fólk til að sniðganga kaup á þessum varningi,“ segir Otti Rafn.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43