Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2023 07:56 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir að með því að hafna að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutaflokkanna náð nýjum hæðum. Vísir/Vilhelm Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Þetta kemur fram í fundargerð forsætisnefndar þar sem til umræðu var dagskrá komandi borgarstjórnarfundar. Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði á föstudag. Marta telur nauðsynlegt að fara í saumana á málefnum Ljósleiðarans; umræðu sem varði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. Fulltrúar meirihlutans töldu hins vegar að tímasetning slíkrar umræðu þurfi að vera „hentug“ og nefndu að stundum geti málum verið þannig háttað að „ekki [verði] hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Marta lagði á fundi forsætisnefndar fram tillögu um að taka á dagskrá umræðu um málefni Ljósleiðarans. Tillögunni var hins vegar hafnað með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar – Sabine Leskopf, Einars Þorsteinssonar og Geirs Finnssonar. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Líf Magnedóttir, sat hjá. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, á sæti í forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tímasetning sé hentug Þau Sabine, Einar og Geir sögðu að ákaflega mikilvægt væri að borgarstjórn ræði málefni fyrirtækja í eigu borgarinnar eftir því sem aðstæður krefjast hverju sinni. Þó sé mikilvægt að slíkri umræðu sé valin hentug tímasetning, sem meðal annars geti ráðist af sérstökum aðstæðum hjá viðkomandi fyrirtæki eða viðkvæmri stöðu þeirra tilteknu mála sem eftir atvikum standi til að ræða og varða fyrirtækið. „Borgarfulltrúar eiga vissulega rétt á að tekið verði á dagskrá borgarstjórnar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess en mikilvægt er að hafa í huga að það er borgarstjórn sjálf með aðkomu forsætisnefndar sem hefur um það endanlegt vald hvaða mál verða tekin á dagskrá fundar. Þrátt fyrir að það geti verið um að ræða mál sem á undir verksvið borgarstjórnar, þ.e. varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess, getur málum verið þannig háttað að ekki verður hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Telur meirihluti forsætisnefndar því rétt að málefni Ljósleiðarans verði rædd við fyrsta tækifæri um leið og hægt er og aðstæður bjóða,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. „Einræðistilburðir“ fulltrúa meirihlutans Marta var síður en svo ánægð með þessi svör fulltrúa meirihlutans og segir að með því að hafna því enn og aftur að setja málefni fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar á dagskrá borgarstjórnar hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutans náð nýjum hæðum. „Fyrir slíkum einræðistilburðum eru engin fordæmi í sögu Reykjavíkur. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa oft og iðulega verið á dagskrá borgarstjórnar og sú umræða hefur verið gagnleg og stundum nauðsynleg. Við það verður ekki unað að fulltrúar flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn geti í skjóli síns bandalags komið í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Það samræmist augljóslega ekki sveitarstjórnarlögum og samþykktum borgarinnar,“ segir Marta í sinni bókun. Segir hún ennfremur að borgarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata vilji koma sér undan umræðu sem verði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. „Afstaðan sem hér kemur fram undirstrikar mikilvægi þess að upplýst verði allt sem snýr að þessum samningum,“ segir Marta. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Tengdar fréttir Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð forsætisnefndar þar sem til umræðu var dagskrá komandi borgarstjórnarfundar. Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði á föstudag. Marta telur nauðsynlegt að fara í saumana á málefnum Ljósleiðarans; umræðu sem varði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. Fulltrúar meirihlutans töldu hins vegar að tímasetning slíkrar umræðu þurfi að vera „hentug“ og nefndu að stundum geti málum verið þannig háttað að „ekki [verði] hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Marta lagði á fundi forsætisnefndar fram tillögu um að taka á dagskrá umræðu um málefni Ljósleiðarans. Tillögunni var hins vegar hafnað með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar – Sabine Leskopf, Einars Þorsteinssonar og Geirs Finnssonar. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Líf Magnedóttir, sat hjá. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, á sæti í forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tímasetning sé hentug Þau Sabine, Einar og Geir sögðu að ákaflega mikilvægt væri að borgarstjórn ræði málefni fyrirtækja í eigu borgarinnar eftir því sem aðstæður krefjast hverju sinni. Þó sé mikilvægt að slíkri umræðu sé valin hentug tímasetning, sem meðal annars geti ráðist af sérstökum aðstæðum hjá viðkomandi fyrirtæki eða viðkvæmri stöðu þeirra tilteknu mála sem eftir atvikum standi til að ræða og varða fyrirtækið. „Borgarfulltrúar eiga vissulega rétt á að tekið verði á dagskrá borgarstjórnar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess en mikilvægt er að hafa í huga að það er borgarstjórn sjálf með aðkomu forsætisnefndar sem hefur um það endanlegt vald hvaða mál verða tekin á dagskrá fundar. Þrátt fyrir að það geti verið um að ræða mál sem á undir verksvið borgarstjórnar, þ.e. varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess, getur málum verið þannig háttað að ekki verður hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Telur meirihluti forsætisnefndar því rétt að málefni Ljósleiðarans verði rædd við fyrsta tækifæri um leið og hægt er og aðstæður bjóða,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. „Einræðistilburðir“ fulltrúa meirihlutans Marta var síður en svo ánægð með þessi svör fulltrúa meirihlutans og segir að með því að hafna því enn og aftur að setja málefni fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar á dagskrá borgarstjórnar hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutans náð nýjum hæðum. „Fyrir slíkum einræðistilburðum eru engin fordæmi í sögu Reykjavíkur. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa oft og iðulega verið á dagskrá borgarstjórnar og sú umræða hefur verið gagnleg og stundum nauðsynleg. Við það verður ekki unað að fulltrúar flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn geti í skjóli síns bandalags komið í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Það samræmist augljóslega ekki sveitarstjórnarlögum og samþykktum borgarinnar,“ segir Marta í sinni bókun. Segir hún ennfremur að borgarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata vilji koma sér undan umræðu sem verði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. „Afstaðan sem hér kemur fram undirstrikar mikilvægi þess að upplýst verði allt sem snýr að þessum samningum,“ segir Marta.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Tengdar fréttir Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52