„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. janúar 2023 17:14 Telma Tómasson, fréttakona og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Stöð 2/Hulda Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan. Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan.
Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira