Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 17:23 Soffía Sigríður Níelsdóttir ásamt Hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna þeim Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þórunni Sigurðardóttur, Sif Gunnarsdóttur og Rannveigu Rist. Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Sigríður Soffía útskrifaðist með BA-gráðu frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. En hún var við skiptinámi í einum fremsta sirkusskóla Evrópu, Ecole Superior des Arts de Cirque í Brussel. Hún dansaði með Shalala flokki Ernu Ómarsdóttur frá 2009-2014. Sigríður Soffía hefur unnið bæði sem dansari og danshöfundur í fjölmörgum uppfærslum, bæði hérlendis sem erlendis. Hún útskrifaðist með MBA gráðu frá HR 2021 og er með nýsköpunarfyrirtækið Eldblóm. Verk hennar Svartar fjaðrir opnaði 29. Listahátíð Reykjavíkur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í maí 2015. Svartar fjaðrir hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar; Sproti ársins, Búningahönnuður ársins og Tónlist ársins. Sigríður Soffía er einna þekktust fyrir flugeldasýningar sínar á menningarnóttum Reykjavíkur en árið 2013 hlaut hún Menningarverðlaun DV fyrir Eldar sem var fyrsta flugeldaverkið hennar. Í framhaldi var henni boðið að gera opnunarflugeldasýningu La Mercé borgarhátíðar Barcelona þar sem flugeldasýningu hennar Northern Nights var skotið upp fyrir 2 miljónir manna frá Barceloneta ströndinni. Sannur fulltrúi listamanna sem vinna þvert á lönd Síðustu ár hefur Sigríður skoðað mismunandi leiðir til að miðla hreyfingu, að semja dans fyrir 3 tonn af flugeldum, sungið eitt aðalhlutverka Red Waters óperu í Frakklandi, dansað á Paris Fashion week, samið dans fyrir alþjóðlegar auglýsingar og unnið til verðlauna fyrir leikstýringu á dansstuttmyndum. Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru byrjaði sem dansverk, varð flugeldasýning sem varð að blómainnsetningu sem núna er orðið að drykk - fljótandi danssmíðar í flösku. Nú í mars gefur hún út sína fyrstu ljóðabók og dansverk verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins þann 19.april "Til hamingju með að vera mannleg" ásamt 6 leikkonum og dönsurum. Í umsögn dómnefndar segir að segir að Sigríður sé sannur fulltrúi listamanna sem vinna þvert á lönd og viðföng og bera verk hennar vitni um öflugan sköpunarkraft þar sem sífellt er leitað á ný viðmið og ókunnar lendur. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist. Forseti Íslands Dans Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Sigríður Soffía útskrifaðist með BA-gráðu frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. En hún var við skiptinámi í einum fremsta sirkusskóla Evrópu, Ecole Superior des Arts de Cirque í Brussel. Hún dansaði með Shalala flokki Ernu Ómarsdóttur frá 2009-2014. Sigríður Soffía hefur unnið bæði sem dansari og danshöfundur í fjölmörgum uppfærslum, bæði hérlendis sem erlendis. Hún útskrifaðist með MBA gráðu frá HR 2021 og er með nýsköpunarfyrirtækið Eldblóm. Verk hennar Svartar fjaðrir opnaði 29. Listahátíð Reykjavíkur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í maí 2015. Svartar fjaðrir hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar; Sproti ársins, Búningahönnuður ársins og Tónlist ársins. Sigríður Soffía er einna þekktust fyrir flugeldasýningar sínar á menningarnóttum Reykjavíkur en árið 2013 hlaut hún Menningarverðlaun DV fyrir Eldar sem var fyrsta flugeldaverkið hennar. Í framhaldi var henni boðið að gera opnunarflugeldasýningu La Mercé borgarhátíðar Barcelona þar sem flugeldasýningu hennar Northern Nights var skotið upp fyrir 2 miljónir manna frá Barceloneta ströndinni. Sannur fulltrúi listamanna sem vinna þvert á lönd Síðustu ár hefur Sigríður skoðað mismunandi leiðir til að miðla hreyfingu, að semja dans fyrir 3 tonn af flugeldum, sungið eitt aðalhlutverka Red Waters óperu í Frakklandi, dansað á Paris Fashion week, samið dans fyrir alþjóðlegar auglýsingar og unnið til verðlauna fyrir leikstýringu á dansstuttmyndum. Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru byrjaði sem dansverk, varð flugeldasýning sem varð að blómainnsetningu sem núna er orðið að drykk - fljótandi danssmíðar í flösku. Nú í mars gefur hún út sína fyrstu ljóðabók og dansverk verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins þann 19.april "Til hamingju með að vera mannleg" ásamt 6 leikkonum og dönsurum. Í umsögn dómnefndar segir að segir að Sigríður sé sannur fulltrúi listamanna sem vinna þvert á lönd og viðföng og bera verk hennar vitni um öflugan sköpunarkraft þar sem sífellt er leitað á ný viðmið og ókunnar lendur. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.
Forseti Íslands Dans Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira