„Nú gefst ég upp“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:20 Eggert segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans en hann er þó ekki bjartsýnn. Samsett Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira