„Skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:57 Mikel Arteta var virkilega ósáttur þegar sínir menn fengu ekki vítaspyrnur í kvöld. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39