Anníe Mist ofarlega á lista yfir þær sem gætu gripið gæsina á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og varð síðast heimsmeistari árið 2014. Getty/Dario Cantatore Tia-Clair Toomey hefur verið hraustasta CrossFit kona heims í sex ár eða síðan hún vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2017. Hún mun hins vegar ekki verja titil sinn í ár. Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði. CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Sjá meira
Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði.
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Sjá meira