Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 14:31 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að vinna við verklagsreglur fyrir þingmenn hafi farið af stað í kjölfar Metoo-byltingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann. Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann.
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira