Pútín vill jólavopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 15:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í símanum í dag. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira