Sýknaður af líkamsárás á sambýliskonu sína Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 12:50 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína. Framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi þótti óstöðugur en konan gaf þrjár mismunandi lýsingar af atvikum. Manninum var gefið að sök að hafa kvöld eitt árið 2021, slegið konuna í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægri vanga og við hægra auga. Fram kemur í dómnum að nágranni parsins hafi haft samband við lögreglu umrætt kvöld vegna gruns um hugsanlegt heimilisofbeldi. Lýst hafi verið gráti, rifrildi fullorðinna og barnsgráti. Lögregla fór á vettvang og opnaði maðurinn fyrir þeim en vildi ekki hleypa lögreglu inn í íbúðina. Á staðnum varð lögregla vör við að konan var að kalla innan úr svefnherberginu og fóru lögreglumenn þá inn í íbúðina og ræddu við hana og hinn ákærða. Annar lögreglumannanna sagði í skýrslu fyrir dómi að konan hefði verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði hún manninn hafa slegið sig. Kvaðst lögreglumaðurinn tekið eftir roða við auga konnunnar,en teknar hefðu verið myndir af henni. Engin vitni til staðar Maðurinn neitaði eindregið sök í málinu en viðurkenndi að rifrildi hefði átt sér stað á milli hans og konunnar þessa nótt. Fram kemur í dómnum að nokkurs ósamræmis gæti í framburði konunnar . Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hún manninn hafa slegið sig í andlitið með opinni vinstri hendi. Í næstu skýrslutöku lýsti hún því að maðurinn hefði slegið hana einu sinni með opnum lófa. Í skýrslum fyrir dómi kvaðst hún fyrst ekki vita hvernig hann veitti henni áverkana umrætt sinn en svo undir lok skýrslutöku sagði hún að maðurinn hefði slegið hana einu sinni en hún „muni það ekki betur en þetta.“ Í niðurstöðu dómsins segir að „ekki sé loku fyrir það skotið að misræmi í framburði brotaþola geti stafað af óvandaðri túlkun líkt og brotaþoli nefndi fyrir dómi. Ákærði verður hins vegar ekki látinn bera hallann af því.“ Þá kemur fram að engin vitni voru að atburðum umrædda nótt og því er einungis til að dreifa framburði konunnar og skýrslum af þeim er að komu. Framburður konunnar getur hins vegar ekki talist annað en óstöðugur að mati dómsins. Þá eru einnig óljós atriði varðandimeinta áverka eða meiðsl brotaþola en þau voru ekki staðfest með læknisvottorði. Í skýrslu af rannsóknarlögreglumanni sem ræddi við konuna á vettvangi kom til að mynda ekkert fram um mar á hægri vanga eins og lýst er í ákæru málsins. Þá er ekki lýst áverka á hægri vanga á ljósmynd sem liggur fyrir í málinu af enda slíkur ekki sjáanlegur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa kvöld eitt árið 2021, slegið konuna í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægri vanga og við hægra auga. Fram kemur í dómnum að nágranni parsins hafi haft samband við lögreglu umrætt kvöld vegna gruns um hugsanlegt heimilisofbeldi. Lýst hafi verið gráti, rifrildi fullorðinna og barnsgráti. Lögregla fór á vettvang og opnaði maðurinn fyrir þeim en vildi ekki hleypa lögreglu inn í íbúðina. Á staðnum varð lögregla vör við að konan var að kalla innan úr svefnherberginu og fóru lögreglumenn þá inn í íbúðina og ræddu við hana og hinn ákærða. Annar lögreglumannanna sagði í skýrslu fyrir dómi að konan hefði verið grátandi og í miklu uppnámi. Sagði hún manninn hafa slegið sig. Kvaðst lögreglumaðurinn tekið eftir roða við auga konnunnar,en teknar hefðu verið myndir af henni. Engin vitni til staðar Maðurinn neitaði eindregið sök í málinu en viðurkenndi að rifrildi hefði átt sér stað á milli hans og konunnar þessa nótt. Fram kemur í dómnum að nokkurs ósamræmis gæti í framburði konunnar . Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hún manninn hafa slegið sig í andlitið með opinni vinstri hendi. Í næstu skýrslutöku lýsti hún því að maðurinn hefði slegið hana einu sinni með opnum lófa. Í skýrslum fyrir dómi kvaðst hún fyrst ekki vita hvernig hann veitti henni áverkana umrætt sinn en svo undir lok skýrslutöku sagði hún að maðurinn hefði slegið hana einu sinni en hún „muni það ekki betur en þetta.“ Í niðurstöðu dómsins segir að „ekki sé loku fyrir það skotið að misræmi í framburði brotaþola geti stafað af óvandaðri túlkun líkt og brotaþoli nefndi fyrir dómi. Ákærði verður hins vegar ekki látinn bera hallann af því.“ Þá kemur fram að engin vitni voru að atburðum umrædda nótt og því er einungis til að dreifa framburði konunnar og skýrslum af þeim er að komu. Framburður konunnar getur hins vegar ekki talist annað en óstöðugur að mati dómsins. Þá eru einnig óljós atriði varðandimeinta áverka eða meiðsl brotaþola en þau voru ekki staðfest með læknisvottorði. Í skýrslu af rannsóknarlögreglumanni sem ræddi við konuna á vettvangi kom til að mynda ekkert fram um mar á hægri vanga eins og lýst er í ákæru málsins. Þá er ekki lýst áverka á hægri vanga á ljósmynd sem liggur fyrir í málinu af enda slíkur ekki sjáanlegur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira