„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þeir þýsku unnu leik sunnudagsins eftir sigur Íslands á laugardeginum. Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti