Fluglest óraunhæfur valkostur Sigurður P. Sigmundsson skrifar 10. janúar 2023 07:31 Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun