Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 07:22 Það var handagangur í öskjunni þegar bókin fór í sölu á miðnætti. AP/Alberto Pezzali Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um bókina síðustu viku, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Bókin, sem ber heitið Spare, er nú þegar sú mest selda á Amazon á Bretlandseyjum. Unnendur hljóðbóka munu geta tryggt sér eintak, lesið af prinsinum sjálfum. Eins og þekkt er orðið fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna í bókinni og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Fyrsta skiptið, eiturlyfjaneysla og herþjónusta Harry í Afganistan eru einnig meðal umfjöllunarefna en ekki síst ósættið við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar eftir að hann hóf samband sitt við núverandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Konungsfjölskyldan hefur löngum verið þekkt fyrir að tjá sig ekki opinberlega um mál fjölskyldunnar en Harry segir um að ræða misskilning. Raunar hafi heilu fréttirnar verið skrifaðar af Buckingham-höll, byggðar á stöðugum lekum frá fjölskyldumeðlimum og starfsmönnum þeirra. Hann segir bókina leið til að koma sinni sögu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Hann útiloki ekki sættir en áður verði að koma til uppgjörs.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06