Dinart tekur við Ivry af Sébastien Quintallet sem var rekinn á dögunum. Ivry er í 14. sæti frönsku deildarinnar með átta stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Dinart átti glæstan feril með franska landsliðinu og vann allt sem hægt var að vinna með því. Hann var seinna ráðinn þjálfari þess og gerði það að heimsmeisturum á heimavelli 2017. Þremur árum síðar var honum sagt upp. Síðan hefur Dinart meðal annars stýrt landsliði Sádí-Arabíu.
En núna er hann kominn með nýtt starf og forráðamenn Ivry virðast hafa mikla trú á honum því þeir gerðu þriggja og hálfs árs samning við hann.
Darri gekk í raðir Ivry í sumar en ristarbrotnaði skömmu síðar og hefur ekki enn spilað með liðinu.