Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 16:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og beggja ráðuneyta að fundi loknum. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra. Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra.
Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira