Stjarnan og ÍBV mætast í mikilvægum leik í elleftu umferð Olís-deildar kvenna á Stöð 2 sport klukkan 17:50. Liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar, bæði með 16 stig, og það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld verður aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals.
Þá verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.