The Fabelmans, sem byggir á ævi leikstjórans Steven Spielberg, var valin besta dramamyndi á hátíðinni sem fram fór í nótt og the Banshees of Inisherin var valin besta gamanmyndin. Cate Blanchett var valin besta leikkona í dramamynd fyrir Tár og Austin Butler besti leikarinn fyrir Elvis.
Í gamanmyndaflokknum hampaði Michelle Yeoh hnettinum fyrir Everything Everywhere All at Once og Colin Farrell fyrir The Banshees of Inisherin.
Þá hlaut Angela Bassett verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Black Panther: Wakanda Forever og varð þannig fyrst til að vinna til stórra verðlauna fyrir leik í Marvel mynd.

Steven Spielberg var verðlaunaður fyrir leikstjórn fyrir The Fabelmans og Martin McDonagh hlaut verðlaunin fyrir besta handrit fyrir The Banshees of Inisherin. Gosi Guillermo del Toro var valin besta teiknimyndin.
Á Golden Globe er einnig verðlaunað fyrir sjónvarpsþætti og þar urðu hlutskarpastir House of the Dragon (drama), Abbott Elementary (gaman) og The White Lotus.
Amanda Seyfried (The Dropout), Evan Peters (Dahmer), Zendaya (Euphoria), Kevin Costner (Yellowstone), Quinta Brunson (Abbott Elementary) og Jeremy Allen White (The Bear) hlutu verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Hér má finna lista yfir alla sigurvegara og tilnefnda.