Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 08:31 Frægt faðmlag þeirra félaga eftir að Evróputitillinn var Ítölum vís. Getty Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn. Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00
Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52